Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2021 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Jó: Spenntur að spila fyrir þetta stórveldi
Mynd: Twitter
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er orðinn leikmaður Lech Poznan í Póllandi eftir gott tímabil með Hammarby í Svíþjóð.

Aron er að ganga í raðir stærra félags en Hammarby tók á móti Lech Poznan í Evrópudeildinni í september og steinlá, 0-3.

„Það er erfitt að lýsa sjálfum sér sem knattspyrnumanni en í enda dagsins þá er ég sóknarmaður sem vill skora og búa til mörk. Ég vona að ég geti hjálpað félaginu að skora fleiri mörk," sagði Aron í stuttu kynningarmyndbandi sem má sjá hér að neðan.

„Ég mætti Lech Poznan með Hammarby og sá leikur fór ekki vel fyrir mitt fyrrum félag þar sem við töpuðum á heimavelli gegn sterkum og teknískum andstæðingum. Ég hlakka til að vera partur af þessu liði. Mér líkar mjög vel við aðstæður og er ég mjög spenntur að fá að spila fyrir þetta stórveldi."

Aron er þrítugur og á leiki að baki fyrir Werder Bremen, AZ Alkmaar, Århus, Fjölni, íslenska U21 landsliðið og bandaríska A-landsliðið.

Lech Poznan endaði í öðru sæti pólsku deildarinnar í fyrra en hefur gengið illa á nýju tímabili. Liðið situr um miðja deild sem stendur og vonandi getur Aron breytt gangi mála.


Athugasemdir
banner
banner
banner