Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. mars 2019 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Atkinson verður ekki með ÍBV í sumar
Hópur Eyjamanna svo gott sem klár
Atkinson er farinn úr íslenska boltanum.
Atkinson er farinn úr íslenska boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðvörðurinn, David Atkinson leikur ekki með ÍBV í Pepsi Max deildinni nema eitthvað óvænt komi upp segir Ian Jeffs aðstoðarþjálfari ÍBV í samtali við Fótbolta.net.

Atkinson hefur leikið með ÍBV síðustu tvö sumur í heildina 29 leiki en hann er nú að leika í heimalandi sínu.

„Hann er búinn að semja við lið í 6. deild í Englandi og verður þar til lok apríl. Það er ekkert í myndinni hjá okkur akkúrat núna að fá hann til okkar aftur," sagði Ian Jeffs aðstoðarþjálfari ÍBV sem segir menn í Vestmannaeyjum vera rólega á leikmannamarkaðnum.

„Ég held að allt sé komið hjá okkur. Það getur vel verið að við fáum einn leikmann í viðbót en það kemur ekkert í ljós fyrr en eftir æfingaferðina."

Pedro Hipolito tók við Eyjaliðinu eftir síðasta tímabil. Jeffs segir jákvæða þróun hversu snemma ÍBV liðið tók á sig mynd og byrjaði snemma að æfa í Vestmannaeyjum.

„Við höfum nánast verið með hópinn frá mánaðarmótunum janúar febrúar og flestir sem búa í Vestmannaeyjum sem er jákvætt og gott fyrir okkur."

Komnir:
Evariste Ngolok frá Aris Limassol á Kýpur
Felix Örn Friðriksson frá Vejle (Var á láni)
Guðmundur Magnússon frá Fram
Jonathan Glenn frá Fylki
Matt Garner frá KFS
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá Þór
Rafael Veloso frá Valdres
Telmo Castanheira frá Frofense í Portúgal
Gilson Correia frá Peniche í Portúgal

Farnir:
Atli Arnarson í HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættur
Kaj Leó í Bartalssotvu í Val
Kassa Guy Gnabouyou til Grikklands
Yvan Yann Erichot
David Atkinson til Englands
Derby Carrillo til El Salvador

Samningslausir:
Frans Sigurðsson
Róbert Aron Eysteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner