banner
   fim 14. mars 2019 18:44
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Arsenal: Síðasti Evrópudeildarleikur Cech?
Þessir þrír byrja.
Þessir þrír byrja.
Mynd: Getty Images
Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum í Evrópudeildinni þegar liðið fær franska liði Rennes í heimsókn á Emirates-völlinn í kvöld.

Liðin mættust fyrir viku síðan í Frakklandi og þá hafði Rennes betur, 3-1. Arsenal þarf því að vinna upp tveggja marka forskot í kvöld.

Arsenal vann góðan sigur á Manchester United um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni, 2-0.

Unai Emery gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Man Utd. Sokratis er í leikbanni en Mustafi kemur inn í hans stað og Cech er í rammanum eins og alla aðra Evrópudeildarleiki í vetur.

Byrjunarlið Arsenal: Cech; Maitland-Niles, Mustafi, Koscielny, Monreal, Kolasinac; Xhaka, Ramsey; Ozil; Aubameyang, Lacazette

(Varamenn: Leno, Torreira, Iwobi, Suarez, Mkhitaryan, Guendouzi, Nketiah)

Leikirnir sem að hefjast klukkan 20:00
20:00 Arsenal - Rennes (Stöð 2 Sport 2) (1-3)
20:00 Benfica - Dinamo Zagreb (0-1)
20:00 Inter - Frankfurt (0-0)
20:00 Slavia Prag - Sevilla (Stöð 2 Sport 3) (2-2)
20:00 Villarreal - Zenit (3-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner