fim 14. mars 2019 10:24
Elvar Geir Magnússon
„Ronaldo ekki einn af þremur snillingum fótboltasögunnar"
Capello og Jose Mourinho á góðri stundu.
Capello og Jose Mourinho á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skaut Juventus áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Fabio Capello, fyrrum stjóri Juventus, segir að Ronaldo sé þó ekki í hópi snillinga fótboltasögunnar í sínum huga.

Þrír leikmenn skipa þann flokk að mati Capello; Lionel Messi, Diego Maradona og Pele.

„Ronaldo er magnaður fótboltamaður en Messi er snillingur," segir Capello.

„Það eru þrír snillingar í fótboltasögunni; Pele, Maradona og Messi. Ronaldo gefur þér færi á að vinna allt en Messi er snillingur, hann er eitthvað allt öðruvísi."

„Ég sá Messi þegar hann var 16 ára og hann gerði sömu hluti og í dag. Hann var fæddur snillingur. Ronaldo er sigurvegari en ekki snillingur."
Athugasemdir
banner
banner