Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. mars 2019 16:18
Elvar Geir Magnússon
Der Spiegel segir að þýski boltinn sé að dragast aftur úr
Der Spiegel.
Der Spiegel.
Mynd: Der Spiegel
Í fyrsta sinn í þrettán ár verður ekkert þýskt lið í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það fer ekki framhjá neinum sem skoðað hefur þýska miðla í dag.

Bayern München tapaði gegn Liverpool í gær og er úr leik. En það er þó frammistaða Bayern sem er meira gagnrýnd en úrslitin.

„Það sem við lærðum af 16-liða úrslitunum er að þýskur fótbolti er að dragast aftur úr og á ekki lengur pláss meðal stóru liðanna í mikilvægustu keppni Evrópu," skrifar Jörn Meyn í Der Spiegel.

Bayern, Borussia Dortmund og Schalke féllu öll úr leik gegn enskum liðum og Hoffenheim komst ekki einu sinni upp úr riðli sínum.

„Við erum að sjá sömu skilaboð í félagsliðaboltanum og við sáum á HM 2018. Þýskur fóbolti er að dragast aftur úr."

Matthias Brügelmann hjá Bild-Zeitung tekur undir þessi orð og segir að Bayern og Þýskaland þurfi að fara í naflaskoðun til að berjast um titla á ný.

„Engin áætlun, ekkert hugrekki. Bayern er úr leik" segir fyrirsögn Kicker og í grein Karlheinz Wild segir að Liverpool hafi verið sneggra, agaðra og betra með boltann. Wild gagnrýnir Niko Kovac og segist ekki skilja hvernig hann hélt að það myndi breyta einhverju að setja Renato Sanches inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner