fim 14. mars 2019 21:58
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Arsenal kom til baka og fer áfram - Inter úr leik
Framlengt í tveimur leikjum
Auba skaut Arsenal áfram
Auba skaut Arsenal áfram
Mynd: Getty Images
Jovic skoraði eina mark Frankfurt.
Jovic skoraði eina mark Frankfurt.
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Rennes í London. Fyrri leikurinn í Frakklandi endaði með 3-1 sigri Rennes.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir strax á fimmtu mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Aaron Ramsey.

Aubameyang var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hann átti sendingu inn í teig sem að endaði á kollinum á Ainsley Maitland-Niles sem að skallaði boltann inn. Staðan orðin 2-0 það voru hálfleikstölur.

Aubameyang bætti sínu öðru marki við á 72. mínútu og kom Arsenal í 3-0. Gabon-maðurinn fékk svo sannarlega tækifæri til þess að setja þrennuna en honum tókst það ekki.

Eintracht Frankfurt gerði sér lítið fyrir og sló Inter Milan úr leik. Liðin gerðu markalaust jaftnefli í Þýskalandi í síðustu viku þannig að 0-1 sigur Frankfurt dugði í kvöld. Luka Jovic með eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu.

Villareal átti ekki í vandræðum með Zenit en spænska liðið vann það einvígi samanlagt 5-2.

Framlengt er í tveimur leikjum í kvöld þar sem að allt er í járnum eftir þessa tvo leiki. Það er annarsvegar í viðureign Slavia Prag og Sevilla og hinsvegar í Portúgal þar sem að Benfica og Dinamo Zagreb eigast við. Við færum fréttir af þeim leikjum síðar í kvöld þegar þeim er lokið.

Dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun.

Liðin sem verða í pottinum á morgun:
Chelsea
Valencia
Napoli
Villareal
Eintracht Frankfurt
Arsenal
Slavia Prag
Benfica

Villarreal 2 - 1 Zenit (Samanlagt 5-2)
1-0 Gerard Moreno ('29 )
2-0 Carlos Bacca ('47 )
2-1 Branislav Ivanovic ('90 )

Inter 0 - 1 Eintracht Frankfurt (Samanlagt 0-1)
0-1 Luka Jovic ('5 )

Arsenal 3 - 0 Rennes (Samanlagt 4-3)
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('5 )
2-0 Ainsley Maitland-Niles ('15 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner