Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 14. mars 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Erfitt fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Evrópudeildarinnar munu ráðast í kvöld og verða fjórir leikir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 3.

Kvöldið byrjar í Kænugarði þar sem Dynamo Kiev þarf að skora minnst þrjú mörk gegn Chelsea eftir að lærisveinar Maurizio Sarri unnu fyrri leikinn 3-0.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar taka á móti Valencia og eiga góða möguleika þökk sé útivallarmarki sem þeim tókst að skora á Spáni. Á sama tíma á Salzburg erfiðan leik við Napoli eftir 3-0 tap í síðustu viku.

Seinni hrina kvöldsins fer af stað klukkan 20:00 og á Arsenal þar leik við franska félagið Rennes sem vann heimaleikinn 3-1. Alexandre Lacazette er gjaldgengur fyrir leikinn eftir að leikbann hans var stytt og verður afar áhugavert að fylgjast með hvort Arsenal hafi það sem þarf til að komast áfram.

Inter og Eintracht Frankfurt mætast eftir markalaust jafntefli í Þýskalandi og þarf Sevilla sigur gegn Slavia í Prag eftir óvænt 2-2 jafntefli í síðustu viku.

Villarreal er í góðri stöðu gegn Zenit frá Pétursborg og Benfica þarf að leggja Dinamo Zagreb að velli.

Leikir kvöldsins:
17:55 Dynamo Kiev - Chelsea (Stöð 2 Sport 2) (0-3)
17:55 Krasnodar - Valencia (Stöð 2 Sport 3) (1-2)
17:55 Salzburg - Napoli (0-3)
20:00 Arsenal - Rennes (Stöð 2 Sport 2) (1-3)
20:00 Benfica - Dinamo Zagreb (0-1)
20:00 Inter - Frankfurt (0-0)
20:00 Slavia Prag - Sevilla (Stöð 2 Sport 3) (2-2)
20:00 Villarreal - Zenit (3-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner