Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 13:24
Arnar Daði Arnarsson
Freyr: Frakkar eiga að vinna riðilinn
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fyrsti landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020 var tilkynntur í hádeginu í dag.

Á fréttamannafundi landsliðsins talaði Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari landsliðsins aðeins um næstu verkefni Íslands á þessu ári og riðilinn sem Ísland er í.

„Það er alveg ljóst að Frakkar eigi að vinna riðilinn og pressan er á þeim. Við teljum að þessi riðill verði mjög jafn og spennandi og úrslitin í riðlinum mun ráðast í nóvember í síðustu tveimur leikjum riðilsins."

„Það sem við þurfum að einbeita okkur að, eru þessi smáatriði. Hvert einasta mark getur skipt máli, spjöld og lítil atriði í hverjum leik. Þetta mun líklega ráðast á þessum smáatriðum," sagði Freyr sem segir markmiðin skýr.

„Okkar markmið er að fara á EM 2020. Það eru allir á því, við viljum þetta öll. Stjórn, þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn. Ef við erum í stöðu til að vinna riðilinn þá sækjum við það. En Frakkar eru klárlega það lið sem á að vinna riðilinn."

Hægt er að sjá landsliðshóp Íslands hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner