Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. mars 2019 11:18
Elvar Geir Magnússon
Lucas Arnold spáir því að FH berjist við Val um titilinn
Lucas Arnold hefur trú á FH.
Lucas Arnold hefur trú á FH.
Mynd: Úr einkasafni
Englendingurinn Lucas Arnold hefur fylgst grannt með íslensku efstu deildinni undanfarin tvö ár en hann sér um íslenska boltann fyrir Football Radar og horfir á nánast alla leiki

Hér má lesa viðtal við hann sem tekið var sumarið 2017.

Í fyrra var hann álitsgjafi Fótbolta.net í Hófinu og kom með sínar pælingar eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni.

Arnold hefur trú á því að FH verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Stórveldið í Hafnarfirði endaði í fimmta sæti í fyrra, á fyrsta ári Ólafs Kristjánssonar við stjórnvölinn.

„Ég spái því að FH muni gefa Val baráttu um titilinn á þessu ári. Ég veit að margir spyrja hvaðan mörkin eiga að koma en þeir eru með Lennon, Jakup, Brand og Atla," skrifar Arnold á Twitter.

Þá segir hann að endurkoma Björns Daníels Sverrissonar í Kaplakrika gæti skipt sköpum. Þess má geta að FH vann 7-1 sigur gegn Gróttu í Lengjubikarnum í gær.

Pepsi Max-deildin fer af stað seint í apríl en í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net var KR spáð efsta sæti og Val öðru.


Athugasemdir
banner
banner
banner