Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. mars 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Cristiano átti magnað kvöld
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, var kátur eftir 5-1 sigur gegn Lyon í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi en flóðgáttirnar opnuðust á Nývangi. Messi skoraði tvö mörk á heimavelli og lagði upp önnur tvö, aðeins 24 tímum eftir magnaða þrennu Cristiano Ronaldo gegn Atletico Madrid.

„Ég bjóst við að Atletico yrðu sterkari í þessum leik en Cristiano átti magnað kvöld og skoraði þrjú mörk," sagði Messi.

„Við erum ekki að hugsa um næstu andstæðinga. City og Juventus eru bæði mjög góð og svo er Ajax með ungt og spennandi lið. Hvaða lið sem við mætum verður erfitt, þetta eru 8-liða úrslit."

Messi er kominn með 36 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og getur unnið aðra þrennu með Börsungum, sem mæta Valencia í úrslitaleik spænska bikarsins og eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner