Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. mars 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar um landsliðið: Höfum sofið örlítið á verðinum
Icelandair
Rúnar Kristinsson þjálfari KR í Pepsi Max deildinni.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR í Pepsi Max deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari KR í Pepsi Max deildinni var gestur Miðjunnar í vikunni ásamt Ríkharði Daðasyni.

Í þættinum ræddum við stöðuna á íslenska landsliðinu en Erik Hamrén landsliðsþjálfari, velur landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í Undankeppni EM 2020 í hádeginu í dag.

Rúnar segir að þjálfarar íslenska landsliðsins undanfarin ár hafi að einhverju leyti sofið á verðinum í einstökum atriðum.

„Til dæmis í að búa til nýja leikmenn í staðin fyrir þá sem eru meiddir. Við höfum spilað mikið á sama liðinu í mörg ár, sömu leikmönnunum og fáir hafa fengið alvöru tækifæri."

„Aðrir leikmenn hafa fengið lítið af tækifærum nema í æfingaleikjum þar sem menn eru að fara til Arabalandanna og Indlands til að spila einhverja æfingaleiki sem hafa voða lítið að segja. Það er ósanngjarnt að dæma leikmenn í leikjum þegar það eru 10-11 nýir leikmenn að spila."

Rúnar nefnir til að mynda hægri bakvarðarstöðuna hjá íslenska landsliðinu. Birkir Már Sævarsson bakvörður Vals hefur eignað sér stöðuna undanfarin ár.

„Við höfum verið í vandræðum með hægri bakvarðarstöðuna. Við erum með frábæran hægri bakvörð í Birki (Má Sævarssyni) en ef hann er ekki og hann er nú kominn til Íslands og æfir ekki eins mikið og hann gerir þegar hann spilaði á Norðurlöndunum og ég veit það hvernig það er, af eigin raun. Það er skrítið á 8-10 árum frá því að Heimir og Lars tóku við íslenska landsliðinu og þangað til í dag þá er þetta eini bakvörðurinn sem hefur skilað einhverju."

„Við höfum prófað þá nokkra en það hefur enginn fests þar. Það er ekkert back-up í hægri bakvarðarstöðunni. Við þurfum að huga betur að þessu hlutum. Nú er ég bara að nefna eina stöðu og það eru kannski fleiri stöður inn á vellinum sem við þufum að vera tilbúnir með næstu menn til að takast á við þau skakkaföll sem við lendum í."

„Ef Gylfi er meiddur þá þarf einhver að vera sem tekur stöðuna hans Gylfa. Við fáum aldrei jafn góðan leikmann en einhvern sem getur leist stöðuna á svipaðan hátt og allavegana komið með eitthvað annað "element" í staðin," sagði Rúnar til að mynda í Miðju vikunnar.

Hægt er að hlusta á Miðju vikunnar hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner