Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 14. mars 2019 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sean Da Silva: Haukar besta lausnin fyrir ferilinn minn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta er nýtt ævintýri sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég vona innilega að ég muni standa mig vel þar og skapa mér nafn," sagði Sean De Silva sem í dag skrifaði undir samning við Hauka um að leika með liðinu í Inkass-deildinni í sumar.

De Silva er 29 ára gamall landsliðsmaður Trinidad & Tobago sem hefur verið í undirbúningi með landsliði sínu fyrir leik gegn Wales síðar í mánuðinum.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur spilað með Minnisota United og nú síðast hjá Central FC í Kaliforníu.

„Það var annað lið þarna sem sem hafði sýnt mér áhuga svo umboðsmenn mínir létu vita af mér. Haukar buðu upp á bestu lausnina fyrir mig og besta skrefið fyrir ferilinn minn," sagði De Silva sem er ánægður með að fá að taka það skref að komast til Evrópu.

„Þetta er frábært fyrir mig og góð tilfinning því stundum er það erfitt fyrir leikmenn úr minni heimsálfu að komast út til Evrópu til að spila fótbolta."

„Þetta er mjög spennandi og risa tækifæri fyrir mig að koma fótboltanum mínum á nýtt stig."

Athugasemdir
banner
banner
banner