Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. mars 2020 09:15
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Setjið heilsuna í fyrsta sæti
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf út yfirlýsingu vegna kórónaveirunnar í gær.

Klopp tjaði sig um mikilvægi þess að standa saman og gæta að heilsu nágrannans.

Liverpool gæti misst af sínum fyrsta úrvalsdeildartitli í 30 ár vegna veirunnar, þrátt fyrir að vera með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar sem stendur.

„Mér finnst þetta ekki stund þar sem orð knattspyrnustjóra geta talist mikilvæg en ég skil að stuðningsmenn okkar vilji heyra frá liðinu og þess vegna tjái ég mig um málið," sagði Klopp.

„Í fyrsta lagi þurfum við öll að gera okkar besta til að vernda hvort annað. Þetta er eitthvað sem á alltaf að gilda um samfélagið en á þessm tímum skiptir þetta höfuðmáli. Í dag skiptir fótbolti engu máli.

„Auðvitað viljum við halda áfram að spila fótbolta en það er ekki hægt. Ef við getum bjargað svo mikið sem einu mannslífi með því að fresta fótbolta þá er það þess virði."


Ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað til 3. apríl en líklegt að henni verði frestað enn frekar. Knattspyrnuyfirvöld víðs vegar um Evrópu hafa brugðist við með sama hætti.

„Skilaboðin frá lðinu til stuðningsmanna eru einföld: Ekki taka áhættur. Setjið heilsuna í fyrsta sæti. Hugsið um þá sem eru varnarlausir, ekki setja þá í hættu."
Athugasemdir
banner
banner
banner