Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. mars 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester-slagurinn setti áhorfsmet í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Manchester United lagði Manchester City að velli í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Gengi Ole Gunnar Solskjær gegn nágrönnunum hefur verið afar gott og var mikil eftirvænting fyrir stórleikinn í Bandaríkjunum.

NBC Sports sýndi leikinn á bandarískum sjónvarpsmarkaði og segir meðaláhorfendafjölda hafa verið 1,76 milljón manns, sem er met vestanhafs.

Man Utd kom sér upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum og situr þar tólf stigum á eftir ríkjandi meisturum Man City.

Búið er að fresta tímabilinu fram í apríl vegna kórónaveirunnar og því óljóst hvenær næsta umferð mun fara fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner