Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. mars 2020 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Óttast um upphaf næsta úrvalsdeildartímabils
Mynd: Getty Images
Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports meðal annars, er búinn að ræða við háttsettann heimildarmann sinn úr enska boltanum.

Solhekol heldur því fram að viðkomandi aðili, sem situr í stjórn knattspyrnufélags í úrvalsdeildinni, hafi litla trú á því að enska úrvalsdeildartímabilið verði klárað.

„Mér sýnist ekki vera möguleiki á að deildin fari aftur af stað eftir þrjár vikur, þetta ástand mun vera svona í nokkra mánuði," sagði heimildarmaðurinn.

„Við erum að velta því fyrir okkur hvort næsta tímabil muni byrja tímanlega. Við þurfum að svara stórum spurningum: Munu einhver lið falla niður eða komast upp um deild?"
Athugasemdir
banner
banner
banner