banner
   lau 14. mars 2020 15:15
Ívan Guðjón Baldursson
Real Sociedad hafnaði samstarfi við veðmálafyrirtæki
Mynd: Getty Images
Real Sociedad hefur verið að gera góða hluti í spænska boltanum undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli.

Félagið hefur fengið mikið lof fyrir hvernig það er rekið en á dögunum var gerð kosning meðal stuðningsmanna um nýjan styrktaraðila.

Félaginu stóð til boða að gera stóran samning við veðmálafyrirtæki en stuðningsmenn mótmæltu þeim áformum. Félagið leyfði fólki því að kjósa og var niðurstaðan augljós: 5,715 stuðningsmenn vildu ekki fara í samstarf við veðmálafyrirtæki gegn 841.

Félagið hafnaði því samstarfinu, sem hefði skilað um þremur milljónum evra á ári í kassann, og er eina félagið í efstu deild spænska boltans sem er ekki í samstarfi við veðmálafyrirtæki.

Real Sociedad er í fjórða sæti spænsku deildarinnar sem stendur, með 46 stig eftir 27 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner