Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. mars 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úkraína: Árni Vilhjálmsson í tapliði Kolos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oleksandriya 4 - 2 Kolos Kovalivka
0-1 S. Sorokin ('35)
1-1 D. Hrechyshkin ('45)
2-1 Y. Hrytsuk ('54, víti)
3-1 K. Kovalets ('64)
3-2 V. Lysenko ('80)
4-2 M. Zaderaka ('90)

Árni Vilhjálmsson spilaði allan leikinn á vinstri kanti er Kolos Kovalivka heimsótti Oleksandriya í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Árni og félagar rétt náðu að enda í sjötta sæti á venjulega deildartímabilinu og eru því að spila í efri hluta úrslitakeppninnar. Þar eru þeir öruggir með sjötta sæti þrátt fyrir að vera fjórtán stigum eftir næsta liði.

Leikurinn í dag var furðulegur þar sem átta skot rötuðu á markrammana og sex þeirra enduðu í netinu.

Kolos er með 26 stig eftir 23 umferðir og getur talist afar heppið að hafa komist í efri úrslitakeppnina í ár.

Shakhtar Donetsk trónir á toppinum með fjórtán stiga forystu á Dynamo Kiev.
Athugasemdir
banner
banner
banner