Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. mars 2021 18:23
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og West Ham: Greenwood byrjar - Moyes gerir þrjár breytingar
Mynd: Getty Images
Noble byrjar.
Noble byrjar.
Mynd: Getty Images
Eftir tæpa klukkustund hefst leikur Manchester United og West Ham á Old Trafford en búast má við spennandi viðureign.

United er í þriðja sæti deildarinnar en getur með sigri farið upp í annað sætið. Liðið vann frábæran sigur gegn Manchester City í síðustu umferð í deildinni en gerði síðan jafntefli gegn AC Milan í miðri viku í Evrópudeildinni.

West Ham hefur verið að spila frábærlega í vetur en liðið er í fimmta sæti deildarinnar og í mikillri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. West Ham á tvo leiki til góða á nokkur lið í kringum sig.

Í síðustu viku vann liðið góðan sigur á Leeds United og með sigri í dag myndu Hamrarnir jafna Chelsea að stigum og eiga einn leik til góða.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerir eina breytingu frá sigrinum góða gegn Manchester City. Mason Greenwood kemur inn fyrir Anthony Martial sem er meiddur.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir 3 breytingar frá síðasta deildarleik. Jesse Lingard má ekki spila í dag þar sem hann á láni frá Man Utd. Mark Noble, Jarrod Bowen og Ben Johnson koma allir inn í liðið.

Manchester United: Henderson, Shaw, Maguire, Lindelof, Bissaka, Fred, McTominay, Bruno, Rashford, James, Greenwood.
(Varamenn: Grant, Bishop, Bailly, Amad, Telles, Matic, Williams, Tuanzebe, Shoretire)

West Ham: Fabianski, Coufal, Diop, Dawson, Cresswell, Johnson, Rice, Soucek, Noble, Bowen, Antonio.
(Varamenn: Martin, Trott, Balbuena, Alves, Coventry, Lanzini, Benrahma, Odubeko)
Athugasemdir
banner
banner