Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. mars 2021 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný eina móðirin sem er að spila í ensku úrvalsdeildinni
Dagný samdi nýverið við West Ham á Englandi.
Dagný samdi nýverið við West Ham á Englandi.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir samdi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham á dögunum.

Sjá einnig:
Dagný í draumaheimi - Tommi skipaði henni að horfa á West Ham

Dagný er um helgina í viðtali við Telegraph. Þar ræðir hún um móðurhlutverkið en Dagný eignaðist sitt fyrsta barn. Samkvæmt Telegraph er hún eina móðirin sem er í augnablikinu að spila í úrvalsdeild kvenna í Englandi.

„Sumt fólk á Íslandi hélt að ferill minn væri búinn þegar ég varð ólétt," sagði Dagný. „Ég sagði: 'Heldurðu virkilega að ég verði bara allt í einu ekki góð því ég er að eignast barn'. Það er heimskulegt. Af hverju yrði ég ekki nægilega góð bara af því ég er mamma?"

Dagný segist bara hafa hlegið að þessu og hún hafi verið staðráðin í að sanna það að þetta fólk hefði rangt fyrir sér.

„Áður en ég varð ólétt þá snerist líf mitt um fótbolta en núna veit ég að lífið snýst meira en um fótbolta. Núna er undir félögum og fjölmiðlum komið að sýna að jafnvel þó að þú sért mamma, að þá getir þú verið ein af bestu leikmönnum í heimi og keppt við þær allra bestu."

Dagný segist vilja vera fyrirmynd fyrir aðrar fótboltakonur og hún segist hafa orðið betri leikmaður og betri liðsfélagi við það að verða móðir.

Miðjumaðurinn öflugi var á mála hjá Portland Thorns í Bandaríkjunum þegar hún eignaðist son sinn en hún segir að það hafi verið erfiðara en hún bjóst við að koma til baka eftir meðgönguna. En það tókst og Dagný er enn að spila með og gegn þeim bestu og núna er hún í deild sem hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár, ensku úrvalsdeildinni.

Hægt er að lesa viðtalið við Dagnýju hérna.
Athugasemdir
banner