Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. mars 2021 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Brighton tókst að vinna og spyrna sér frá fallsvæðinu
Mynd: Getty Images
Southampton 1 - 2 Brighton
0-1 Lewis Dunk ('16 )
1-1 Che Adams ('27 )
1-2 Leandro Trossard ('56 )

Brighton vann afar kærkominn sigur gegn Southampton á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton hefur verið að spila flottan fótbolta á tímabilinu og oftar en ekki skapað sér betri og fleiri færi en andstæðingurinn. Það eitt og sér dugar hins vegar ekki til að vinna fótboltaleiki og Brighton hefur ekki verið að vinna marga fótboltaleiki á þessu tímabilii.

Fyrir leikinn var Brighton með jafnmörg stig og Fulham, sem er í fallsæti.

Brighton tók forystuna í leiknum í dag þegar Lewis Dunk, fyrirliði liðsins, skallaði hornspyrnu frá Pascal Gross í netið. Forystan var ekki langlíf því Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton á 27. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum tóku gestirnir aftur forystuna þegar Leandro Trossard skoraði eftir laglega sókn. Danny Welbeck átti sendingu á Trossard sem skoraði og kom Brighton yfir.

Southampton reyndu hvað þeir gátu til að jafna en Brighton náði að halda út og landa sigrinum.

Þetta er fyrsti sigur Brighton í meira en mánuð; þegar liðið vann útisigur á Liverpool. Brighton er núna í 16. sæti með 29 stig. Southampton er með 33 stig í 14. sæti.
Athugasemdir
banner