Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 14. mars 2021 15:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sheffield United gat ekki neitt - Iheanacho með þrennu
Iheanacho fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag.
Iheanacho fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag.
Mynd: Getty Images
Leicester City 5 - 0 Sheffield Utd
1-0 Kelechi Iheanacho ('39 )
2-0 Ayoze Perez ('64 )
3-0 Kelechi Iheanacho ('69 )
4-0 Kelechi Iheanacho ('78 )
5-0 Ethan Ampadu ('80 , sjálfsmark)

Leicester City fór illa með Sheffield United í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var fyrsti leikur Sheffield United eftir að knattspyrnustjórinn Chris Wilder var látinn fara í gær. Paul Heckingbottom stýrði Sheffield United í dag og mun gera það út þessa leiktíð ásamt Jason Tindall, fyrrum stjóra Bournemouth.

Sjá einnig:
Chris Wilder: Boltastrákur, leikmaður og knattspyrnustjóri

Leicester var betri aðilinn frá fyrstu mínútu í dag en þeir leiddu 1-0 í hálfleik. Kelechi Iheanacho, sem hefur verið mjög góður að undanförnu, skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu.

Leicester gekk svo frá leiknum á um 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Ayoze Perez skoraði á 64. mínútu og í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Iheanacho. Hann fullkomnaði þrennu sína áður en Ethan Ampadu skoraði sjálfsmark.

Lokatölur 5-0 fyrir Leicester í leik þar sem Sheffield United leit aldrei út fyrir að vera líklegt til að skora, eða í raun gera neitt.

Leicester er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig og Sheffield United er á botninum með 14 stig. Liðið er á leið niður í Championship-deildina.

Önnur úrslit í dag:
England: Brighton tókst að vinna og spyrna sér frá fallsvæðinu
Athugasemdir
banner