Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. mars 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framlengt við Solskjær? - Keane vill snúa aftur í þjálfun
Powerade
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wijnaldum hér ásamt Virgil van Dijk eftir sigur í Meistaradeildinni 2019. Wijnaldum er á leið til Barcelona.
Wijnaldum hér ásamt Virgil van Dijk eftir sigur í Meistaradeildinni 2019. Wijnaldum er á leið til Barcelona.
Mynd: EPA
Er Roy Keane að snúa aftur í þjálfun.
Er Roy Keane að snúa aftur í þjálfun.
Mynd: Getty Images
Það er tilvalið að byrja þennan sunnudagsmorgun á að lesa slúðrið en hér kemur það.



Manchester United hefur bætt Nick Pope (28), markverði Burnley, á óskalista sinn fyrir sumarið. Tottenham vill líka fá hann. (Star on Sunday)

Andrea Pirlo, stjóri Juventus, segir að eðlilegt sé að það myndist sögusagnir um framtíð Cristiano Ronaldo (36) en hann hafi alltaf gert vel fyrir Juve. (Football Italia)

Ronaldo, sem hefur verið orðaður við endurkomu til Real Madrid, segir að hugur sinn beinist að því að klára tímabilið vel með Juventus. (Mail on Sunday)

Manchester United ætlar að gefa stjóra sínum, Ole Gunnar Solskjær, nýjan samning. (Sunday Mirror)

Solskjær ætlar að ræða við teymi sitt um sumargluggann. Edinson Cavani (34), Anthony Martial (25) og David de Gea (30) gætu allir verið á förum. (Sun on Sunday)

Paul Pogba (27), miðjumaður Man Utd, er á óskalista Paris Saint-Germain og er franska félagið búið að hafa samband við umboðsmann leikmannsins. (Foot Mercato)

Georginio Wijnaldum (30) er að renna út á samningi hjá Liverpool og það eru 95 prósent líkur á að hann fari til Barcelona. (Football Insider)

Barcelona er ekki að plana það að reka Ronald Koeman eftir að Joan Laporta tók við sem forseti félagsins í annað sinn. (Sport)

Börsungar vilja selja Philippe Coutinho (28) svo þeir geti borgað Liverpool síðustu skuldina af félagaskiptum hans frá 2018. (Sport)

Chelsea og Manchester City gætu reynt að fá David Alaba (28), sem er að renna út á samningi hjá Bayern München. Launakröfur hans gætu reynst of háar fyrir Barcelona og Real Madrid. (Star on Sunday)

Tottenham ætlar að reyna að fá Jannik Vestergaard (28) frá Southampton. Samningur miðvarðarins rennur út á næsta ári. (Sunday Mirror)

Leeds hefur áhuga á Patrick van Aanholt (30), vinstri bakverði Crystal Palace. Samningur hans við Palace endar í sumar. (Sunday Mirror)

Roy Keane vill taka við Celtic í Skotlandi. Hann endaði leikmannaferil sinn þar. (Sun on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner