Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 14. mars 2021 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís spilaði er Rosengård vann í bikarnum
Glódís í leik með Íslandi gegn Svíþjóð.
Glódís í leik með Íslandi gegn Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var í dag í byrjunarliði Rosengård í öruggum bikarsigri.

Rosengård tók á móti Vittsjö og komst yfir eftir 19 mínútna leik. Vittsjö jafnaði hins vegar fyrir leikhlé og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Leikmenn Rosengård mættu hins vegar tvíefldar í seinni hálfleikinn. Olivia Schough kom Rosengård yfir og Sanne Troelsgaard innsiglaði sigurinn á 77. mínútu.

Lokatölur 3-1 fyrir Rosengård en þetta var fyrsti leikur liðsins í keppninni. Það er leikið í fjórum riðlum og kemst efsta lið hvers riðils áfram í undanúrslit. Rosengård er meðal annars með Kristianstad í riðli en Kristianstad byrjaði á sigri í gær þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvennu.

Rosengård og Kristianstad mætast í lokaumferð riðilsins þann 27. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner