Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. mars 2021 08:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjónssynir halda með Liverpool en Ísak og Jói með Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Jóhannes Kristinn Bjarnason sagði frá því í hlaðvarpsþætti sem fjallar um IFK Norrköping að hann héldi með Manchester United og hafi gert síðan hann var tveggja ára gamall.

Faðir Jóa, hann Bjarni Guðjónsson, er harður stuðningsmaður Liverpool. Það eru einnig bræður Bjarna, þeir Þórður og Jóhannes Karl.

Á síðasta ári sagði frændi Jóhannesar Kristins og sonur Jóa Kalla, Ísak Bergmann, frá því að Manchester United væri hans uppáhalds lið í enska.

Yngri kynslóðin hallast því að Manchester United á meðan þeir eldri eru Liverpool megin í lífinu.

„Ég held það sé bara tilviljun að þetta sé svona," sagði Ísak Bergmann.

Verða einhver skot eð rifrildi um liðin milli feðganna?

„Nei, yfirleitt voða rólegir. Pabbi skildi alveg að ég vildi frekar halda með Ronaldo, Rooney og Tevez í staðinn fyrir Jay Spearing, Ryan Babel og David Ngog."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner