Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. mars 2021 21:35
Aksentije Milisic
Ítalía: AC Milan tapaði gegn Napoli - Níu stiga forysta hjá Inter
Mynd: Getty Images
Milan 0 - 1 Napoli
0-1 Matteo Politano ('49 )
Rautt spjald: Ante Rebic ('90)

AC Milan og Napoli áttust við í stórleik helgarinnar í Serie A deildinni á Ítalíu. Leikið var í 27. umferð deildarinnar.

Heimamenn í Milan urðu að vinna leikinn svo að þeir myndu ekki missa granna sína í Inter of langt fram úr sér.

Milan byrjaði leikinn betur og átti nokkur ágætis færi en inn vildi boltinn ekki. Napoli bætti sig eftir því sem leikurinn leið og Piotr Zielinski skaut framhjá úr mjög góðu færi.

Hann bætti hins vegar upp fyrir það snemma í síðari hálfleiknum. Hann senti þá á Matteo Politano sem datt í gegn og kláraði mjög vel framhjá Donnarumma í marki Milan.

Undir lok leiks virtist vera brotið á Theo Hernandez en dómari leiksins dæmdi ekkert. Eftir nokkrar mínútur fór dómari leiksins í VAR skjáinn og skoðaði atvikið. Hann ákvað hins vegar að dæma ekki neitt. Ante Rebic fékk rautt spjald í uppbótartíma og virtist það vera fyrir kjaft. Hann á að hafa sakað dómarann um mútur samkvæmt ítölskum heimildum.

Napoli þraukaði og vann mjög mikilvægan sigur. Gennaro Gattuso var þarna að sækja sigur á sínum gamla heimavelli. Þetta tap er mjög slæmt fyrir AC Milan en grannar þeirra í Inter unnu sinn leik í dag og eru því með níu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar ellefu leikir eru eftir.

Napoli er í fimmta sæti deildarinnar og lætur sig áfram dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Athugasemdir
banner
banner