Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. mars 2021 16:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter í níu stiga forystu - Gríðarlega langþráður sigur Parma
Mynd: Getty Images
Inter styrkti stöðu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri á Torino í dag.

Þetta var erfiður leikur fyrir Inter en þeir komust yfir á 62. mínútu er Romelu Lukaku skoraði af vítapunktinum. Antonio Sanabria jafnaði fyrir Torino þegar 20 mínútur voru til leiksloka en er fimm mínútur voru eftir skoraði Lautaro Martinez sigurmark Inter.

Lokaniðurstaðan 2-1 sigur Inter og er liðið með níu stiga forystu á toppnum. Nágrannar þeirra í AC Milan geta minnkað forskotið aftur niður í sex stig með sigri á Napoli síðar í kvöld. Torino er í 18. sæti deildarinnar.

Þá vann Parma gríðarlega langþráðan sigur gegn Roma á heimavelli, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Parma síðan í nóvember á síðasta ári. Parma er í næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Roma er í fimmta sæti.

Torino 1 - 2 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('62 , víti)
1-1 Antonio Sanabria ('70 )
1-2 Lautaro Martinez ('85 )

Parma 2 - 0 Roma
1-0 Valentin Mihaila ('9 )
2-0 Hernani ('55 , víti)

Önnur úrslit:
Ítalía: Andri Fannar kom ekki við sögu í flottum sigri
Athugasemdir
banner
banner
banner