Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. mars 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Padova tapaði en Emil er í fantaformi
Emil spilaði allan leikinn í dag.
Emil spilaði allan leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Padova er liðið tapaði á útivelli í ítölsku C-deildinni í dag.

Padova heimsótti Matelica og lenti undir eftir 18 mínútur. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0.

Padova minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en stuttu síðar missti liðið mann af velli með rautt spjald. Það setti svo sannarlega strik í reikninginn.

Einum fleiri tókst Matelica að skora tvö mörk til viðbótar. Þar við sat og lokatölur 4-1.

Hinn 36 ára gamli Emil hefur spilað 22 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk fyrir Padova sem er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni. Hann virðist vera í fantaformi og spurning hvort hann verði í landsliðshópnum sem verður tilkynntur í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner