Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. mars 2021 18:54
Aksentije Milisic
Ítalía: Þrenna Ronaldo afgreiddi Cagliari
Mynd: Getty Images
Cagliari 1 - 3 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('10 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('25 , víti)
0-3 Cristiano Ronaldo ('32 )
1-3 Giovanni Simeone ('61 )

Cagliari fékk Juventus í heimsókn í fjórða leik dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu.

Juventus þurfti nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni og liðið byrjaði leikinn af miklum krafi.

Cristiano Ronaldo var einn af þeim sem var mikið gagnrýndur í síðustu viku eftir að liðið féll úr leik gegn Porto í Meistaradeild Evrópu. Hann svaraði ágætlega fyrir sig í dag.

Þegar 32. mínútur voru á klukkunni var Portúgalinn magnaði búinn að gera fullkomna þrennu. Fyrsta markið kom með skalla, mark númer tvö kom með hægri fæti úr vítaspyrnu og það þriðja með vinstri fæti.

Giovanni Simeone tókst að laga stöðuna fyrir heimamenn í síðari hálfleiknum en lengra komst Cagliari ekki. Juventus er nú í þriðja sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Inter en á þó leik til góða.

Cagliari er í mikillri fallbaráttu en liðið er tveimur stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner