sun 14. mars 2021 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Grótta lagði Vestra í lokaleik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 3 - 1 Vestri
1-0 Gunnar Jónas Hauksson ('33)
2-0 Kjartan Kári Halldórsson ('38)
2-1 Luke Morgan Conrad Rae ('76)
3-1 Björn Axel Guðjónsson ('94)
Rautt spjald: Friðrik Þórir Hjaltason, Vestri ('42)

Grótta og Vestri, tvö lið sem stefna eflaust upp úr Lengjudeildinni í sumar, mættust í A-deild Lengjubikars karla í dag.

Það voru heimamenn í Gróttu sem tóku forystuna á 33. mínútu leiksins er Gunnar Jónas Hauksson skoraði. Gunnar Jónas hefur verið í láni hjá Vestra síðustu tvö tímabil og hann því að skora gegn sínum gömlu félögum.

Kjartan Kári Halldórsson, strákur fæddur 2003, fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu og hann nýtti það vel. Hann lagði upp fyrir Gunnar Jónas og skoraði svo sjálfur nokkrum mínútum síðar.

Undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Friðrik Þórir Hjaltason fékk að líta rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Vestramenn gerðu þó vel í seinni hálfleik einum færri. Enski sóknarmaðurinn Luke Morgan Conrad Rae minnkaði muninn á 76. mínútu en Björn Axel Guðjónsson gerði svo út um leikinn fyrir Gróttu í uppbótartímanum.

Þetta var síðasti leikur í riðli 3. Grótta endar í þriðja sæti riðilsins með átta stig og Vestri hafnar á botninum án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner