Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski kominn upp í annað sæti
Lewandowski á Októberfest.
Lewandowski á Októberfest.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski er magnaður markaskorari en hann hættir ekki að skora um þessar mundir.

Hann skoraði í gæri í 3-1 sigri á Werder Bremen en Bayern er áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lewandowski er markahæstur í deildinni með 32 mörk í 24 leikjum.

Með marki sínu í gær komst Lewandowski upp í annað sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Lewandowski kom fyrst í Bundesliguna árið 2010 er hann gekk í raðir Borussia Dortmund frá Lech Poznan. Hann færði sig svo yfir til Bayern árið 2014 og þar hefur hann verið síðan.

Lewandowski er búinn að skora 268 mörk í 345 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni en það er langt í næsta mann, Bayern München goðsögnina Gerd Müller. Hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum. Lewandowski er 32 ára gamall og því enn tæknilega séð nægur tími fyrir hann til að ná metinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner