Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard má ekki spila í dag - West Ham mun sakna hans
Lingard hefur verið frábær fyrir West Ham.
Lingard hefur verið frábær fyrir West Ham.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur verið algjörlega frábær fyrir West Ham frá því hann kom til liðsins á láni í janúar frá Manchester United.

Lingard kom til greina sem leikmaður síðasta mánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, vann þau verðlaun.

Lingard má ekki spila í kvöld þegar West Ham heimsækir Man Utd. Hann má ekki spila því hann er í láni frá Man Utd og David Moyes, stjóri West Ham, viðurkennir að hans verði sárt saknað.

„Við munum sakna hans því hann hefur haft mikil áhrif á liðið," sagði Moyes.

„En við erum með aðra leikmenn sem geta komið inn. Við höfum spilað tvisvar við Man Utd og tapað tvisvar en þetta hafa verið jafnir leikir."

Moyes er að fara á sinn gamla heimavöll í kvöld en hann stýrði Man Utd í um níu mánuði frá 2013 til 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner