Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 14. mars 2021 19:40
Aksentije Milisic
Man Utd gæti reynt að kaupa Nick Pope í sumar
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt hafa áhuga á Nick Pope, markmanni Burnley og samkvæmt breskum heimildum er hann á óskalista liðsins í sumar.

David De Gea, sem er með 370 þúsund pund á viku í laun hjá United, er talinn vera á leiðinni burt frá félaginu og vill United selja leikmanninn ef rétt tilboð kemur.

Félagið telur að Dean Henderson sé ekki enn tilbúinn til að vera markvörður númer eitt hjá félaginu þessa stundina. Talið er að United ætli sér að bjóða 50 milljónir punda í hinn 28 ára gamla Pope en hann hefur staðið sig mjög vel hjá Burnley.

Chelsea reyndi að kaupa Pope síðasta sumar en einnig er talið að Tottenham hafi mikinn áhuga á að klófesta leikmanninn. Pope hefur haldið búrinu hreinu í níu leikjum hjá Burnley í vetur og þá er hann í harðri baráttu við Jordan Pickford um sæti í byrjunarliði Englands á Evrópumótinu næsta sumar.

Hinn þrítugi David De Gea er með samning til 2023 hjá United en eins og áður segir, þá vonast félagið eftir því að ná að selja hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner