sun 14. mars 2021 19:15
Aksentije Milisic
Mikael lék í jafntefli gegn FCK - Sigur hjá Bröndby
Mynd: Getty Images
FCK og Midtjylland áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í dag en þessi lið eru í fjórða og öðru sæti deildarinnar.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Mikael Anderson lék allan leikinn í liði gestanna. Midtjylland er nú fjórum stigum á eftir Bröndby sem situr á toppi deildarinnar.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby í dag eins og svo oft áður. Liðið mætti OB og vann öruggan 3-0 útisigur.

Bröndby er í efsta sæti deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik en Midtjylland er með 40 stig.

Þá lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn fyrir PAOK sem tapaði gegn Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 2-1 sigri Panathinaikos en liðin eru nú í 4 og 5 sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner