Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. mars 2021 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo sagður þrá það heitast að snúa aftur til Madríd
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo þráir það heitast að snúa aftur til spænska stórveldisins Real Madrid.

Frá þessu segir og kveðst hafa heimildir fyrir þessum tíðindum.

Spænski fjölmiðlamaðurinn Josep Pedrerol segir að Ronaldo hafi rætt við Real Madrid í marga mánuði og AS tekur undir það.

Ronaldo spilaði með Real Madrid frá 2009 til 2018 og náði ótrúlegum árangri þar. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum og var fjórum sinnum valinn besti leikmaður í heimi á meðan hann spilaði fyrir félagið. Hann er þá markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 459 mörk í 439 leikjum.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo gekk í raðir Juventus árið 2018 fyrir 100 milljónir evra. Þar hefur hann haldið áfram að raða inn mörkum og unnið ítölsku úrvalsdeildina tvisvar og ítalska bikarinn tvisvar, en hann er sagður vilja vinna Meistaradeildina einu sinni í viðbót að minnsta kosti.

Juventus féll úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku gegn Porto og er Ronaldo núna sagður aftur vilja fara til Spánar.

Hann birti í gær skilaboð á Instagram þar sem hann sagði að sannir meistarar brotni aldrei.

Sjá einnig:
Zidane vonar að Ramos skrifi undir - Vill ekki tjá sig um Ronaldo

Athugasemdir
banner
banner