Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. mars 2021 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Karólína kom inn á í sextánda sigri Bayern
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á af bekknum þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í sigri Bayern München á SGS Essen í þýsku úrvalsdeildinni.

Hin 19 ára gamla Karólína hefur fljótt náð að aðlagast hjá þýska stórveldinu og var í dag að spila sinn fjórða leik fyrir liðið, sinn annan í deildinni.

Þetta var býsna auðveldur leikur fyrir Bayern og var staðan 2-0 eftir aðeins 16 mínútur. Þriðja markið kom svo á 74. mínútu og þar við sat, lokatölur 3-0.

Bayern er á toppnum í Þýskalandi með 16 sigra úr 16 leikjum. Bayern er með fimm stiga forskot á Wolfsburg í öðru sæti. Bayern er jafnframt komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þær mæta Rosengård. Með Rosengård leikur Glódís Perla Viggósdóttir.
Athugasemdir
banner