Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. mars 2021 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leipzig missteig sig í titilbaráttunni
Leipzig gerði jafntefli.
Leipzig gerði jafntefli.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig missteig sig í titilbaráttunni í Þýskalandi á þessum sunnudegi.

Leipzig fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn og Emil Forsberg kom Leipzig yfir á upphafssekúndum seinni hálfleiks. Forystan entist í 15 mínútur en þá jafnaði Daichi Kamada fyrir gestina.

Leipzig var sterkari aðilinn í leiknum en þeir náðu ekki að komast aftur yfir og lokatölur 1-1. Leipzig er núna fjórum stigum á eftir toppliði Bayern. Frankfurt situr í fjórða sæti, tíu stigum á eftir Leipzig.

Fyrr í dag vann Arminia Bielefeld óvæntan sigur gegn Bayer Leverkusen. Bielefeld kom sér upp frá fallsvæðinu með þessum sigri og er núna í 15. sæti, en Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar.

RB Leipzig 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Emil Forsberg ('46 )
1-1 Daichi Kamada ('61 )

Bayer 1 - 2 Arminia Bielefeld
0-1 Ritsu Doan ('17 )
0-2 Masaya Okugawa ('57 )
1-2 Patrik Schick ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner