Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. apríl 2019 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
Barnes fékk gult spjald fyrir að kyssa Joe Bennett
Mögulega fyrsta gula spjald sögunnar sem er gefið fyrir að kyssa andstæðinginn.
Mögulega fyrsta gula spjald sögunnar sem er gefið fyrir að kyssa andstæðinginn.
Mynd: Getty Images
Burnley hafði betur gegn Cardiff er liðin mættust í Íslendingaslag á laugardaginn. Burnley vann leikinn 2-0 og er svo gott sem búið að tryggja áframhaldandi þátttöku sína í ensku úrvalsdeildinni. Cardiff virðist aftur á móti vera á leið niður um deild ásamt Fulham og Huddersfield.

Sóknarmaðurinn Ashley Barnes fékk að líta gula spjaldið í sigri Burnley fyrir ansi furðulegt atvik sem vakti mikla athygli.

Joe Bennett, varnarmaður Cardiff, braut á Barnes skömmu fyrir leikhlé og fékk gult spjald fyrir vikið. Barnes var ekki sáttur með þetta brot Bennett og lét hann heyra það.

Barnes langaði eflaust að meiða Bennett í reiði sinni en lét sér nægja að kyssa hann tvisvar sinnum á nefið, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Barnes fékk á endanum gult spjald frá Mike Dean, fyrir að kyssa Bennett.












Athugasemdir
banner
banner
banner