Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. apríl 2019 13:09
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Norwich gerði jafntefli
Pukki til bjargar.
Pukki til bjargar.
Mynd: Getty Images
Wigan 1 - 1 Norwich
1-0 Reece James ('45, víti)
1-1 Teemu Pukki ('81)

Wigan og Norwich skildu jöfn í eina leik dagsins í Championship deildinni. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Wigan er í bullandi fallbaráttu og Norwich í toppbaráttu.

Wigan átti góðan fyrri hálfleik og verðskuldaði að leiða 1-0 eftir að Reece James skoraði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Norwich tók stjórn á leiknum í síðari hálfleik og fékk urmul færa en tókst ekki að skora fyrr en undir lokin, þegar Teemu Pukki skoraði sitt 27. mark á tímabilinu. Finnski sóknarmaðurinn er markahæstur í deildinni og er einnig kominn með 10 stoðsendingar.

Fleiri mörkum var ekki bætt við og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Norwich er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar og er Wigan tveimur stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 29 5 10 81 39 +42 92
2 Leeds 44 27 9 8 80 37 +43 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 10 9 85 56 +29 85
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 43 18 12 13 62 54 +8 66
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
17 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
18 QPR 44 13 11 20 41 57 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner
banner