Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 14. apríl 2019 11:41
Ívan Guðjón Baldursson
Demba Ba: Ég er ekki stuðningsmaður Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Staðan í ensku úrvalsdeildinni fyrir fimm árum er furðulega svipuð stöðunni í dag, þar sem Liverpool var með þriggja stiga forystu á Manchester City í titilbaráttunni.

Liverpool tók á móti Chelsea á Anfield og tefldu gestirnir fram hálfgerðu varaliði undir stjórn Jose Mourinho, sem var með hugann við undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Atletico Madrid.

Steven Gerrard rann til á síðustu sekúndum uppbótartímans í fyrri hálfleik og nýtti Demba Ba sér mistökin til að koma þeim bláklæddu yfir. Chelsea stóð uppi sem sigurvegari, 0-2, og mistókst lærisveinum Brendan Rodgers að landa sínum fyrsta úrvalsdeildartitli.

Man City átti útileik gegn Crystal Palace samdægurs og vann 0-2, en nákvæmlega sömu leikir eru á dagskrá í dag. City heimsækir Palace skömmu eftir hádegi og munu Liverpool og Chelsea svo eigast við á Anfield. Liverpool er með tveggja stiga forystu á City, sem á þó leik til góða.

„Ég fann ekki til með honum. Ég er ekki stuðningsmaður Steven Gerrard. Ég er ekki stuðningsmaður Liverpool," sagði Demba Ba í viðtali hjá The Sun.

„Ég var ekki ánægður þegar Man City vann deildina því ég er ekki stuðningsmaður þeirra heldur. Ég var að sinna starfi mínu.

„Stjórinn vildi vinna þennan leik og var óvenju ákafur þó hann hafi teflt fram því sem ég myndi kalla varaliðið. Margir sem spiluðu þennan leik voru ekki í byrjunarliðinu í hverri viku."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner