Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 14. apríl 2019 15:42
Ívan Guðjón Baldursson
England: Rakel og stöllur töpuðu í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Reading 1 - 1 West Ham (3-4 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Rachel Furness ('48)
1-1 Alisha Lehmann ('56)

Rakel Hönnudóttir og stöllur hennar í Reading duttu út í undanúrslitum enska bikarsins í dag.

Reading mætti West Ham og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleik. Rachel Furness kom Reading yfir snemma í síðari hálfleik en Alisha Lehmann jafnaði skömmu síðar.

Meira var ekki skorað og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni var ekkert skorað og þá var komið að vítaspyrnukeppni.

Rakel Hönnudóttir tók aðra vítaspyrnu Reading og brenndi af, en staðan var 3-3 eftir 5 spyrnur frá hvoru liði. West Ham vann bráðabanann í fyrstu spyrnu og komst í úrslitaleikinn, þar sem liðið mætir annað hvort Manchester City eða Chelsea.

Man City og Chelsea eru að spila þessa stundina og er staðan markalaus eftir 55 mínútna leik. María Þórisdóttir er á varamannabekk Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner