Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. apríl 2019 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Guardiola: Erum með titilinn í okkar höndum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, treystir sínum leikmönnum til að vinna restina af leikjunum í ensku úrvalsdeildinni.

City á fimm leiki eftir í deildinni. Liverpool á fjóra og er með tveimur stigum meira en City.

„Við spiluðum á þriggja daga fresti í desember, janúar, febrúar. Af hverju ætti ég ekki að treysta þessum leikmönnum til að gera það aftur," sagði Guardiola.

„Við erum auðvitað ekki ósigrandi. Við erum með veikleika. En ég efast aldrei um leikmenn mína."

City á enn möguleika á fernuna. Liðið er búið að vinna deildabikarinn og á enn möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og FA-bikarinn.

„Við teljum að Liverpool muni vinna alla leikina. Við verðum að vinna alla leiki okkar. Þetta eru erfiðir leikir, en þetta er í okkar höndum."

Sjá einnig:
Salah segir að það verði nóg fyrir Liverpool að vinna restina

Leikirnir sem Liverpool á eftir:
Cardiff (úti)
Huddersfield (heima)
Newcastle (úti)
Wolves (heima)

Leikirnir sem Man City á eftir:
Tottenham (heima)
Manchester United (úti)
Burnley (úti)
Leicester (heima)
Brighton (úti)
Athugasemdir
banner
banner
banner