sun 14. apríl 2019 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Kári á toppinn - Willum kom við sögu í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Genclerbirligi 1 - 0 Balikesirspor
1-0 N. Ciftci ('82, víti)
Rautt spjald: A. Oguz, Genclerbirligi ('95)

Kári Árnason lék allan leikinn er Genclerbirligi endurheimti toppsæti tyrknesku B-deildarinnar degi eftir að Denizlispor sem er í öðru sæti missteig sig gegn Boluspor.

Nadir Ciftci skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 82. mínútu og var þetta hans níunda mark í deildinni á tímabilinu.

BATE Borisov 0 - 1 Brest

Willum Þór Willumsson fékk síðasta korterið í 0-1 tapi BATE Borisov gegn Brest í hvítrússnesku toppbaráttunni. Aðeins þrjár umferðir eru búnar af tímabilinu og var þetta fyrsta tap BATE sem er með sex stig.

Dynamo Moskva 1 - 1 Krasnodar

Liðsfélagar Jóns Guðna Fjólusonar í Krasnodar gerðu þá 1-1 jafntefli við Dynamo frá Moskvu í rússneska boltanum.

Krasnodar er í þriðja sæti, sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildina, tveimur stigum fyrir ofan Íslendingalið CSKA Moskvu sem situr í Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner