Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. apríl 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Auðvelt hjá Val og þær í úrslit
Fanndís skoraði tvennu.
Fanndís skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 0 Stjarnan
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('28)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('47)
3-0 Fanndís Friðriksdóttir ('51)
4-0 Hlín Eiríksdóttir ('58)

Valur valtaði yfir Stjörnuna þegar liðin mættust í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna. Leikurinn fór fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir braut ísinn fyrir Val á 28. mínútu og önnur landsliðskona, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði annað markið í upphafi seinni hálfleiks. Fanndís skoraði sitt annað mark á 51. mínútu.

Hin efnilega Hlín Eríksdóttir skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 58. mínútu. Að lokum var 4-0 sigur Vals staðreynd.

Valur mætir annað hvort Þór/KA eða Breiðabliki í úrslitunum. Þór/KA og Breiðablik eigast við í Boganum annað kvöld.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner