Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna C-deild: Tindastóll vann riðil 1
Tindastóll vann sinn riðil.
Tindastóll vann sinn riðil.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
ÍR bar sigur úr býtum í Breiðholtsslagnum.
ÍR bar sigur úr býtum í Breiðholtsslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppnin í C-deild Lengjubikars kvenna kláraðist í dag með þremur leikjum.

Í riðli 1 vann Grótta sigur á Álftanesi. Það voru varamenn Gróttu sem skiptu sköpum. María Lovísa Jónasardóttir, Helga Rakel Fjalarsdóttir og Guðrún Þóra Elfar komu allar inn af bekknum og skoruðu þegar Grótta þurfti á því að halda.

Tindastóll og Fjölnir skildu jöfn í hinum leik riðilsins. Tindastóll komst tvisvar yfir á Sauðárkróki en tvisvar jafnaði Fjölnir og jafntefli staðreynd.

Tindastóll vinnur riðil 1 með 10 stig. Fjölnir endar í öðru sæti með sjö. Grótta og Afturelding/Fram enda með sex stig og Álftanes endar án stiga.

Það var svo Breiðholtsslagur í riðli 2 þar sem ÍR lagði Leikni Reykjavík að velli. Anna Bára Másdóttir og Sigrún Erla Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

ÍR endar í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig og Leiknir R., sem sendir lið til leiks í 2. deild kvenna, á botninum án stiga.

Riðill 1
Álftanes 1 - 4 Grótta
1-0 Júlíana M Sigurgeirsdóttir ('37)
1-1 Diljá Mjöll Aronsdóttir ('53)
1-2 María Lovísa Jónasardóttir ('86)
1-3 Helga Rakel Fjalarsdóttir ('90)
1-4 Guðrún Þóra Elfar ('90)

Tindastóll 2 - 2 Fjölnir
1-0 Hugrún Pálsdóttir ('18)
1-1 Kristjana Ýr Þráinsdóttir ('23)
2-1 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('37)
2-2 Bertha María Óladóttir ('84)

Riðill 2
ÍR 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Anna Bára Másdóttir ('22)
2-0 Sigrún Erla Lárusdóttir ('28)

Framundan eru undanúrslit í C-deildinni. Sigurvegararnir úr riðlunum; Tindastóll, Þróttur R., og Hamrarnir fara áfram ásamt einu af liðunum sem endaði í öðru sæti. Liðin sem enduðu í öðru sæti eru Fjölnir, Haukar og Völsungur.

KSÍ hefur ekki gefið út hvaða lið úr öðru sæti fer áfram eða hvaða lið mætast í undanúrslitum. Það kemur eflaust í ljós von bráðar.
Athugasemdir
banner
banner