Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 14. apríl 2019 15:32
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester City fyrsta liðið til að skora 150 mörk á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Manchester City varð í dag fyrsta lið í helstu deildum Evrópu til að skora 150 mörk á tímabilinu.

Mörkin komu í 1-3 sigri á útivelli gegn Crystal Palace, Raheem Sterling skoraði fyrstu tvö og gerði Gabriel Jesus það þriðja.

Paris Saint-Germain er í öðru sæti á markalistanum með 131 mark og svo kemur Barcelona með 122. Bæði þessi lið hafa þó spilað talsvert færri leiki heldur en Man City, sem getur unnið fjóra titla eftir sigur í deildabikarnum í vetur

Bayern München kemur í fjórða sæti og Sevilla er í því fimmta samkvæmt tölfræði Sky Sports.




Athugasemdir
banner
banner
banner