sun 14. apríl 2019 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martraðarkvöld fyrir PSG - Niðurlægðir með titilinn í sjónmáli
Mynd: Getty Images
Annan leikinn í röð gat Paris Saint-Germain tryggt sér franska meistaratitilinn. Í annað sinn í röð mistókst það hjá þeim.

PSG heimsótti Lille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld og fékk skell.

Lille komst yfir á sjöundu mínútu en PSG jafnaði með marki Juan Bernat á 11. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum valtaði Lille yfir PSG.

Nicolas Pepe, sem er á förum frá Lille, kom liðinu yfir og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk. Lokatölur 5-1 fyrir Lille. Þess ber að geta að Bernat, markaskorari PSG, fékk rautt spjald á 36. mínútu.

Þetta er stærsta tap PSG í frönsku úrvalsdeildinni frá 2010 og í fyrsta sinn síðan 2000 sem liðið fær á sig fimm mörk í franska boltanum.

PSG er enn á toppnum og Lille er í öðru sæti. Foskot PSG er 17 stig.

Byrjunarlið PSG í kvöld: Areola, Dagba, T. Silva, Kimpempe, Meunier, Paredes, Verratti, Bernat, Draxler, D. Alves, Mbappe.


Athugasemdir
banner
banner