sun 14. apríl 2019 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Solskjær: Verð að kvarta undan UEFA
Ole Gunnar í leiknum í gær.
Ole Gunnar í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
„Það er leikur á þriðjudagskvöldið hjá okkur sem gæti hafa truflað einbeitingu leikmanna," sagði Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Man Utd eftir 2-1 sigur á West Ham í gær en liðið átti afar slakan leik og má teljast heppið með að fara með sigur af hólmi.

Norðmaðurinn er allt annað en sáttur með leikjaálagið á sínu liði þessa dagana. Liðið tapaði gegn Barcelona í Meistaradeildinni, 1-0, á miðvikudaginn, mætir svo West Ham í dag og svo er seinni leikurinn gegn Börsungum á þriðjudagnin á Spáni.

„Ég skil ekki afhverju við spiluðum á miðvikudaginn og spilum svo á þriðjudaginn. Ég vil kvarta yfir því til UEFA," sagði Ole Gunnar.

„Við spiluðum á miðvikudaginn, í dag og aftur á þriðjudaginn og það hefur mikið að segja. Þetta truflar okkur en við komumst upp með það í dag. Við hvíldum nokkra og komumst upp með það sem betur fer. Við verðum tilbúnir á þriðjudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner