Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. apríl 2019 16:21
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Bilbao í Evrópusæti - Getafe missteig sig
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao er komið upp í Evrópudeildarsæti á nýjan leik eftir góðan 3-2 sigur gegn Rayo Vallecano í spænska boltanum í dag.

Fyrri hluti tímabilsins hjá Bilbao var ekkert til að hrópa húrra fyrir og var liðið lengi vel í fallbaráttunni. Liðið hefur hins vegar tekið við sér og er aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Vallecano átti góðan fyrri hálfleik og verðskuldaði jöfnunarmarkið sem datt inn fyrir leikhlé en allt hrundi í síðari hálfleik, þegar Luis Advincula fékk rautt spjald. Vallecano er í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Real Sociedad gerði þá 1-1 jafntefli við Eibar á meðan Real Valladolid og Getafe skildu einnig jöfn, 2-2.

Getafe mistókst að endurheimta 4. sæti deildarinnar og kemur stigið sér afar vel fyrir Valladolid sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Real Sociedad og Eibar eru um miðja deild, fimm stigum frá Evrópusæti.

Athletic Bilbao 3 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Inaki Williams ('2 )
1-0 Raul Garcia ('18 , Misnotað víti)
1-1 Alex Moreno ('45 )
2-1 Inaki Williams ('50 )
3-1 Raul Garcia ('72 )
3-2 Raul De Tomas ('85 )
Rautt spjald:Luis Advincula, Rayo Vallecano ('52)

Real Sociedad 1 - 1 Eibar
1-0 Juanmi ('1 )
1-1 Joan Jordan ('85 )

Valladolid 2 - 2 Getafe
0-1 Mauro Arambarri ('14 )
1-1 Sergi Guardiola ('30 )
2-1 Enes Unal ('69 , víti)
2-2 Jorge Molina ('90 , víti)
Rautt spjald:Mathias Olivera, Getafe ('63)
Athugasemdir
banner