Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð og félagar með mjög óvæntan sigur
Alfreð spilaði 83 mínútur.
Alfreð spilaði 83 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eintracht Frankfurt 1 - 3 Augsburg
1-0 Goncalo Paciencia ('14 )
1-1 Marco Richter ('31 )
1-2 Marco Richter ('45 )
1-3 Michael Gregoritsch ('84)
Rautt spjald:Gelson Fernandes, Eintracht Frankfurt ('47)

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lék 83 mínútur þegar Augsburg vann mikilvægan sigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Goncalo Paciencia kom Frankfurt yfir á 13. mínútu, en Augsburg sýndi karakter og komst yfir fyrir leikhlé. Marco Richter skoraði bæði mörk Augsburg.

Í upphafi síðari hálfleiks fauk Gelson Fernandes af velli með sitt annað gula spjald. Það gerði Frankfurt enga greiða. Michael Gregoritsch skoraði þriðja mark Augsburg á 84. mínútu.

Lokatölur 3-1 og frábær sigur Augsburg staðreynd, gegn liði sem er í Meistaradeildarbaráttu. Augsburg fer upp í 14. sæti og fjarlægist fallsvæðið.

Fyrr í dag endurheimti Bayern München toppsætið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner