Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. maí 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
25 ár síðan Blackburn vann úrvalsdeildina
 Alan Shearer og Chris Sutton með bikarinn.
Alan Shearer og Chris Sutton með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Í dag eru 25 ár síðan Blackburn Rovers vann ensku úrvalsdeildina á dramatískan hátt. Félagið hafði beðið í 81 ár eftir að vinna annan Englandsmeistaratitil.

Fyrir lokaumferðina tímabilið 1994-95 var Blackburn með tveggja stiga forystu á Manchester United. Blackburn tapaði fyrir Liverpool í lokaumferðinni en United náði aðeins einu stigi gegn West Ham.

Blackburn varð meistari en Kenny Dalglish var stjóri liðsins á þessum tíma og náði þessu frækna afreki sem var þvert á allar spár. Dalglish fékk ekki háar upphæðir til leikmannakaupa en nýtti peninginn ótrúlega vel.

Stjarna liðsins var sóknarmaðurinn Alan Shearer sem skoraði 34 mörk en Chris Sutton var með 15 mörk.

Í dag er Blackburn um miðja Championship-deildina og ákaflega ólíklegt að annar Englandsmeistarabikar bætist við bikaraskápinn á næstunni.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku frá útsendingu Sky fyrir 25 árum, þegar lokaflautið gall og Blackburn varð meistari.


Athugasemdir
banner
banner